„Það er allt í rúst“

Í stofunni á heimili foreldra Helenu í Hveragerði eftir skjálftann.
Í stofunni á heimili foreldra Helenu í Hveragerði eftir skjálftann. mbl.is/Helena

„Ég sat inni í stofu [þegar skjálftinn reið yfir] og svo bara allt í einu kom kristallinn á móti mér,“ segir Helena Stefánsdóttir, sem var stödd á heimili foreldra sinna í Hveragerði þegar skjálftinn varð. Hún hlaut lítilsháttar meiðsl þegar stór mynd féll af vegg og lenti á handleggnum á henni.

„Við urðum vör við lítinn skjálfta fyrr í dag og mamma hafði orð á því að hún væri fegin að pabbi hefði fest innanstokksmuni vandlega,“ segir Helena.

Eftir stóra skjálftann á fjórða tímanum segir hún að allt sé í rúst á heimili foreldra sinna. Ísskápurinn færðist frá veggnum og opnaðist og allt hrundi úr honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka