Þingi frestað fram í september

Atli Gíslason hlýðir á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Alþingi í …
Atli Gíslason hlýðir á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Alþingi í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fund­um Alþing­is var í nótt  frestað fram til 2. sept­em­ber en þá er gert ráð fyr­ir stuttu þing­haldi áður en hefðbundið þing­hald hefst í októ­ber­byrj­un. Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, las upp for­seta­bréf þessa efn­is klukk­an 2:10.

Sturla Böðvars­son, for­seti Alþing­is, sagði í lok fund­ar­ins, að áfram yrði haldið við um­bæt­ur á störf­um þings­ins. Sagðist hann telja að efla ætti eft­ir­lits­hlut­verk þings­ins og að opna ætti til­tekna fundi fasta­nefnda fyr­ir fjöl­miðlum og hags­munaaðilum. For­sæt­is­nefnd hefði í apríl samþykkt til­lögu hans um opna nefnd­ar­fundi og væri unnið að því að gera slíkt kleift. 

Meðal frum­varpa, sem urðu að lög­um í kvöld, var heim­ild rík­is­ins til að taka allt að 500 millj­arða króna er­lent lán, frum­varp um Land­eyja­höfn, lyfja­lög, frum­varp um rann­sókn­ir og nýt­ingu auðlinda í jörðu, frum­varp um heim­ild ein­hleypra kvenna til tækni­frjóvg­ana og frum­varp um heim­ild presta til að staðfesta sam­vist. 

Þá voru samþykkt­ar þings­álykt­un­ar­til­lög­ur um mann­rétt­inda­brot og fanga­búðir í Guantánamo og um stofn­un skák­set­urs helgað af­rek­um Bobbys Fischers og Friðriks Ólafs­son­ar. Sig­urður Kári Kristjáns­son, formaður mennta­mála­nefnd­ar, sagði að með síðast­töldu til­l­lög­unni væri ekki verið að taka und­ir póli­tísk­ar yf­ir­lýs­ing­ar Fischers en Paul Ni­kolov, varaþingmaður VG, sagðist ekki geta stutt til­lög­una vegna þess. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka