Varnarmálastofnun Íslands tekin til starfa

Merki Varnarmálastofnunar Íslands.
Merki Varnarmálastofnunar Íslands.

Varn­ar­mála­stofn­un Íslands tók til starfa í dag, en stofn­un­in sinn­ir varn­artengd­um verk­efn­um. Hún heyr­ir und­ir ut­an­rík­is­ráðherra er ber ábyrgð á ör­ygg­is og varn­ar­stefnu Íslands á alþjóðavett­vangi.

„Með því að reka ís­lenska loft­varn­ar­kerfið og sjá um önn­ur þau eft­ir­lits- og varn­artengdu verk­efni sem ný­stofn­sett Varn­ar­mála­stofn­un á að sinna erum við Íslend­ing­ar í senn að axla ábyrgð á eig­in vörn­um og um leið að leggja til sam­eig­in­legs ör­ygg­is grann­ríkja okk­ar á Norður-Atlants­hafi og banda­lags­ríkja í NATO. Þannig rækj­um við skyld­ur okk­ar sem sjálf­stætt, full­valda ríki,“ sagði Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, við opn­un Varn­ar­mála­stofn­un­ar­inn­ar.


Af verk­efn­um hinn­ar nýju stofn­un­ar ber hæst rekst­ur ís­lenska loft­varna­kerf­is­ins en ís­lensk stjórn­völd tóku við yf­ir­stjórn þessa og rekstri Rat­sjár­stofn­un­ar úr hendi Banda­ríkj­anna 15. ág­úst 2007. Varn­ar­mála­stofn­un mun reka ör­ygg­is­svæði við Kefla­vík­ur­flug­völl, Miðnes­heiði, Helgu­vík, Bola­fjall, Gunn­ólfs­vík­ur­fjall og Stokksnes, og ann­ast rekst­ur mann­virkja NATO hér­lend­is. Gert er ráð fyr­ir að stofn­un­in vinni úr upp­lýs­ing­um frá NATO og veita gisti­rík­is­stuðning vegna loft­rým­is­gæslu sem hófst hér­lend­is á vor­mánuðum.

Ell­isif Tinna Víðis­dótt­ir er for­stjóri Varn­ar­mála­stofn­un­ar en gert er ráð fyr­ir að upp und­ir fimm­tíu manns munu starfa þar. Stofn­un­in er til húsa á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli, vef­set­ur henn­ar er www.varn­ar­mala­stofn­un.is.

Áætlaður heild­ar­rekstr­ar­kostnaður til varn­ar­mála árið 2008 er 1.350 millj­ón­ir króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert