Yfirdýralæknir: Rétt ákvörðun hjá lögreglu

Ísbjörninn var felldur af skyttu í Skagafirði
Ísbjörninn var felldur af skyttu í Skagafirði mbl.is/Ómar Bragi Stefánsson

Hall­dór Run­ólfs­son, yf­ir­dýra­lækn­ir, seg­ir að hann telji að það hafi verið rétt ákvörðun sem lög­regla tók í gær um að fella ís­björn í hlíðum fyr­ir ofan Þver­ár­fjalls­veg­inn. Ekki hafi verið ann­ar mögu­leiki í stöðunni og skylda lög­regl­unn­ar að koma í veg fyr­ir tjón á fólki. Eins og staðan var hefði verið óá­byrgt að gera nokkuð annað.

Hall­dór seg­ir að ef ákvörðun er tek­in um að svæfa jafn stórt dýr og í þessu til­viki þá þurfi að tryggja að rétt deyfi­lyf sé til staðar og búnaður til þess að nota við svæf­ing­una. „Það er ekk­ert hlaupið að þessu nema menn séu viðbún­ir. Þetta er mjög flók­in aðgerð og svefn­lyfið sem er notað er mjög sterkt og þarfn­ast mik­ill­ar aðgæslu og ekki nema fyr­ir vana dýra­lækna að nota það. Það er ekki nóg að svæfa dýrið held­ur þarf að tryggja það að það hald­ist ró­legt ef koma á því á heima­slóðir á mannúðleg­an hátt," seg­ir Hall­dór. 

Seg­ir Hall­dór að yf­ir­dýra­læknisembættið sé til­búið að fara í þá vinnu sem til þarf ef út­búa á aðgerðaráætl­un þegar at­vik sem þessi koma upp óski Um­hverf­is­stofn­un eft­ir því. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert