Á methraða til Mongólíu

Arnar Freyr Vilmundarson
Arnar Freyr Vilmundarson mbl.is/Frikki

„Í raun þýðir ekk­ert að hugsa þetta of langt. Við ætl­um ein­fald­lega að gera þetta og svo fer bara sem fer. Við reyn­um að und­ir­búa okk­ur eins og við get­um en það verða eng­in sér­stök kort höfð við hönd. Við stíg­um bara upp í bíl­inn og keyr­um út í óviss­una,“ seg­ir Arn­ar Freyr Vil­mund­ar­son en hann hyggst, ásamt Christoph­er Friel, skosk­um fé­laga sín­um, leggja land und­ir fót í sum­ar með held­ur óvenju­leg­um hætti. Þeir eru meðal kepp­enda í kapp­akstri sem ræst­ur verður frá miðborg Lund­úna 19. júlí.

Mark­mið akst­urs­ins er að ná til Ulan Bator, höfuðborg­ar Mong­ól­íu, á und­an öðrum kepp­end­um og vega­lengd­in er um 15.000 kíló­metr­ar. Regl­ur kapp­akst­urs­ins vekja nokkra at­hygli en þær eru ein­ung­is þrjár. Í fyrsta lagi bera kepp­end­ur sjálf­ir ábyrgð á eig­in lífi og lim­um. Í öðru lagi verða þeir að safna 1.000 pund­um sem renna til góðgerðarstarfa í Mong­ól­íu og í þriðja lagi er bannað að not­ast við öku­tæki sem búa yfir stærri vél en 1.000 cc.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert