Dreymdi fyrir þremur ísbjörnum

Sævari Einarssyni dreymdi fyrir þremur ísbjörnum fyrir skömmu.
Sævari Einarssyni dreymdi fyrir þremur ísbjörnum fyrir skömmu. AP

Sævar Einarsson, bóndi á Hamri í Skagafirði, bíður þess nú að þriðji ísbjörninn gangi á land í Skagafirði en tveimur nóttum áður ísbjörn sást á Þverárfjalli í Skagafirði þann 3. júní sl. dreymdi Sævari að þrír ísbirnir væru á vappi í kringum bæinn að Hamri. Að sögn Sævars er hann ekki mjög berdreyminn en það komi fyrir að draumar hans rætist líkt og nú virðist vera að gerast.

„Það er óhætt að segja að þetta komi manni á óvart að hlutir sem þessir gerast hér og að draumar rætast með þessum hætti," segir Sævar í samtali við mbl.is.

Þess má geta að svo virðist sem ungar stúlkur sem heita Karen, séu þær fyrstu í báðum tilvikum til að sjá til hvítabjarna í Skagafirðinum. Í héraðsfréttablaðinu Feyki í síðustu viku kemur fram að Karen Sól Káradóttir, níu ára gömul stúlka frá Blönduósi, var fyrst til þess að sjá ísbjörninn sem veginn var á Þverárfjalli þann 3. júní sl. Karen sá björninn seint á mánudagskvöld en foreldrar hennar héldu að þarna væri bara um fjörugt ímyndunarafl barns að ræða.

Í dag var það síðan Karen Helga Steinsdóttir, sem sá ísbjörninn fyrst og lét annað heimilisfólk að Hrauni vita.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka