Ísbjörninn rólegur

Hvítabjörninn sést í fjarska í hlíðinni við bæinn Hraun á …
Hvítabjörninn sést í fjarska í hlíðinni við bæinn Hraun á Skaga. mbl.is/Skapti

ís­björn­inn er ennþá ró­leg­ur og held­ur sig í æðavarp­inu. Stend­ur hann upp öðru hvoru en leggst síðan aft­ur. Þyrla mun aðstoða lög­reglu við eft­ir­litið.

Stefán Vagn Stef­áns­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Sauðár­króki, sem hef­ur yf­ir­um­sjón með aðgerðum á svæðinu þar sem ís­björn­inn held­ur sig sagði í viðtali við frétta­stofu RÚV að ástandið væri óbreytt. Björn­inn stæði upp öðru hvoru og hristi sig en leggðist svo aft­ur.

Lög­regl­an mun vera með vakt á svæðinu í nótt og von er á þyrlu land­helg­is­gæsl­unn­ar til að aðstoða með eft­ir­lit.

Von er á sér­fræðing­un­um um miðjandag á morg­un frá Dan­mörku sem munu aðstoða við að fanga dýrið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert