„Viljum gera landnema sýnilegri“

Fé­lagið Land­nem­inn var stofnað á Hress­ing­ar­skál­an­um klukk­an 16 í gær­dag. Land­nem­inn er op­inn öll­um sem hafa áhuga á op­inni umræðu um mál­efni inn­flytj­enda, fjöl­menn­ingu og um­heim­inn. Þá er fé­lagið ekki síður hugsað sem fé­lags­leg­ur vett­vang­ur – „fyrsta skrefið“ fyr­ir aðflutta inn í stjórn­málastarf, sam­fé­lagsum­ræðu og þátt­töku í starfi stjórn­mála­flokks.

„Hafi maður prófað að vera land­nemi í öðru landi þá veit maður að það er hæg­ara sagt en gert að taka þátt í þjóðmá­laum­ræðunni – hún er dá­lítið lokaður heim­ur þannig séð. Von­andi verða inn­flytj­end­ur núna sýni­legri í stjórn­má­laum­ræðunni og helst vilj­um við sjá fleiri land­nema fara í fram­boð og taka þátt,“ seg­ir Odd­ný Sturlu­dótt­ir, sem sit­ur í stjórn Land­nem­ans.

Land­nem­inn er á veg­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar en er op­inn öll­um. „Það má segja að hlut­verk fé­lags­ins sé þrískipt. Í fyrsta lagi er Land­nem­inn fé­lags­leg­ur vett­vang­ur til að laða fólk að og á vera inn­göngu­leið inn í stjórn­mál og þjóðmá­laum­ræðu. Í öðru lagi vilj­um við gera land­nema sýni­legri og í þriðja lagi er draum­ur­inn að geta gefið fé­lags­málaráðuneyt­inu góð ráð og verið því inn­an hand­ar við stefnu­mót­un í mála­flokkn­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka