Engir birnir sáust

Ísbjörninn að Hrauni á Skaga
Ísbjörninn að Hrauni á Skaga mbl.is/RAX

Eng­ir birn­ir sáust á Vest­fjörðum í eft­ir­lits­flugi Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Flogið var um Horn­strandafriðland og svip­ast vand­lega um eft­ir ís­björn­um.  Með í för var Jón Björns­son, land­vörður  Horn­strandafriðlands­ins.  Flogið var um allt svæðið frá Aðal­vík aust­ur að Ófeigs­firði, eft­ir eldsneytis­töku á Ísaf­irði.  Ekki sáust nein um­merki um ís­björn á leit­ar­svæðinu.

Í dag fór Fokk­er flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SYN í ís­könn­un­ar­flug úti fyr­ir Vest­fjörðum. Ískönn­un­in hófst klukk­an 17:35 á stað: 66°10´N, 028°35´V og var ís­rönd­inni fylgt þaðan til norð-aust­urs. Ísrönd­in reynd­ist vera næst landi 70 sjó­míl­ur NNV af Straum­nesi og 77 sjó­míl­ur NV af Barða.

Hægviðri var á svæðinu og gott skyggni en norðan 76°10´N var þó al­skýjað. Úti frá ís­rönd­inni var mikið um dreif­ar. Borga­rís­jaki sást á rat­sjá á stað 66°48´N,028°23´N,126 sjó­míl­ur VNV af Bjargtöng­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert