Þverárfellsbjörninn smitaður af þráðormi

Tríkínum Trichinella þráðormur
Tríkínum Trichinella þráðormur

Ísbjörn­inn sem felld­ur var skammt frá Þver­ár­fells­vegi 3.júní var smitaður af hinum ill­skeytta þráðormi tríkín­um Trichinella. Helm­ing­ur hvíta­bjarna á Aust­ur Græn­landi eru smitaðir.

Rann­sókn­ir Karls Skírn­is­son­ar dýra­fræðings á Til­rauna­stöðinni á Keld­um á ís­birn­in­um sem felld­ur var skammt frá Þver­ár­fells­vegi þann þriðja júní sýndu að dýrið var smitað af tríkín­um Trichinella sp. Kom það ekki á óvart því rann­sókn­ir danskra sér­fræðinga á ís­björn­um frá Aust­ur-Græn­landi sýndu að þar var um helm­ing­ur full­orðinna ís­bjarna smitaður af tríkín­um á 9. ára­tugn­um. Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu frá Keld­um.

Lík­ur á smiti aukast eft­ir því sem ís­birn­ir eld­ast. Þver­ár­fells­björn­inn var orðinn miðaldra. Þótt nokk­ur fita hafi verið á hon­um var hann samt óvenju létt­ur miðað við árs­tíma sem bend­ir til þess að ár­ang­ur hans við kópa­veiðar á ísn­um á út­mánuðum hafi verið lé­leg­ur.

Ósagt skal látið hvort tríkín­urn­ar höfðu áhrif á hreyfigetu dýrs­ins eða hvort ein­hverj­ir aðrir sjúk­dómsvald­ar voru líka að hrjá dýrið. Veiru­fræðing­ar á Keld­um munu inn­an skamms leita að mót­efn­um  í blóði dýrs­ins gegn nokkr­um þekkt­um veiru­sjúk­dóm­um. Hraun­birn­an verður inn­an tíðar rann­sökuð á sama hátt á Til­rauna­stöðinni á Keld­um.

Tríkín­ur eru þráðorm­ar sem eru ill­skeytt­ir sjúk­dómsvald­ar í mörg­um teg­und­um spen­dýra, meðal ann­ars í ref­um, hund­um, og nag­dýr­um. Sníkju­dýrið lif­ir líka auðveld­lega í mönn­um en menn smit­ast ekki nema við neyslu á hráu kjöti.

Tríkín­ur valda sárs­auka­full­um sjúk­dómi þar sem lirf­urn­ar búa um sig í vöðvum og trufla hreyfigetu dýr­anna. Mikið af lirf­um safn­ast fyr­ir í vöðvum sem krefjast mik­ils blóðsteym­is, til dæm­is í tungu, kjálka­vöðva, þind og hjarta en lirf­urn­ar ber­ast út um lík­amann með blóðrás­inni.

Tríkín­ur hafa einu sinni áður fund­ist áður í ís­birni á Íslandi en sá var skot­inn norður á Horn­strönd­um á 7. ára­tugn­um. Tríkín­ur gætu auðveld­lega haslað sér völl í ís­lensku líf­ríki, til dæm­is ef ref­ur eða hræét­andi rán­fugl­ar kæm­ust í kjöt af tríkínu-smituðum ís­birni.

Vegna þessa er mik­il­vægt að farga ís­bjarn­ar­hræj­um sem hér kunna að finn­ast eins fljótt og völ er á.

Fljót­lega verður rann­sakað hvort birn­an við Hraun var með tríkín­ur en Guðnýjar­björn­inn marg­frægi á Bol­ung­ar­vík var ekki smitaður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka