Ungur piltur sem var farþegi í bíl sem lenti í umferðarslys á fimmta tímanum í nótt er látinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu valt lítil fólksbifreið á Hafnarfjarðarveginum í nótt við Kópavogslækinn. Sex ungmenni voru í bílnum og voru þau öll flutt á sjúkrahús.
Aðrir sem í bifreiðinni voru eru á batavegi og eru minna slösuð en talið var í fyrstu.
Ekki er unnt að gefa upp nafn hins látna að svo stöddu. Hinn látni er 19 ára piltur.
Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er rökstuddur grunur á að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis.
Bíllin mun hafa verið á leið suður til Hafnarfjarðar er hann ók á kantstein og valt nokkrar veltur. Bíllinn er skráður fyrir fimm manns með ökumanni og var því of margt í bílnum.
Einn farþegi mun hafa kastast út úr bílnum og sloppið með skrámur. Ungmennin eru öll á aldrinum sautján til tvítugs.