Skipulagðar hópferðir að Kerinu stöðvaðar

Kerið Grímsnesi
Kerið Grímsnesi mbl.is/ÞÖK

Ker­fé­lagið ehf. sem er eig­andi Kers­ins í Gríms­nesi hef­ur ákveðið að tak­marka aðgang að Ker­inu við um­ferð al­menn­ings en stöðva skipu­lagðar hóp­ferðir rútu­bíla. Ástæða þess­ar­ar ákvörðunar er sú að mik­il ásókn á und­an­förn­um árum hef­ur valdið nátt­úru­spjöll­um við Kerið sem nauðsyn­legt er að sporna við áður en í meira óefni er komið.

 
Lang­stærsti hluti  ferðamanna kem­ur í hóp­ferðum sem rútu­fyr­ir­tæk­in bjóða gegn gjaldi og  því rétt­ast að tak­marka þær en veita al­menn­ingi í einka­ferðum áfram óheft­an og ókeyp­is aðgang að Ker­inu eins og verið hef­ur, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Ker­fé­lag­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert