Mótmæli skipulögð fyrir utan dómsmálaráðuneytið

Skipu­lögð hafa verið mót­mæli fyr­ir utan dóms­málaráðuneytið á há­degi á morg­un þar sem skorað er á  Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra og Hauk Guðmunds­son að snúa Paul Ramses heim og fjalla um mál hans hér­lend­is þar sem fjöl­skylda hans er. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem send hef­ur verið á fjöl­miðla.

„Síðastliðinn des­em­ber tók Paul þátt í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um í Naíróbí, en flokk­ur hans náði ekki kosn­ingu. Eft­ir kosn­ing­arn­ar urðu marg­ir stjórn­ar­and­stæðing­ar fyr­ir of­sókn­um. Vegna ótta um líf sitt kom Paul hingað til lands í janú­ar og sótti um póli­tískt hæli. Hon­um barst aldrei svar við beiðni sinni, jafn­vel þó Katrín Theo­dórs­dótt­ir héraðsdóms­lögmaður hafi í mars ít­rekað beiðni um að mál Pauls væri tekið upp.

Í gær komu lög­regluþjón­ar fyr­ir­vara­laust á heimi Pauls og hand­tóku hann fyr­ir fram­an konu hans og þriggja vikna son þeirra. Hann var færður á lög­reglu­stöðina á Hverf­is­götu þar sem hann eyddi nótt­inni. Í morg­un var hann svo send­ur til Ítal­íu og mál hans sett í hend­ur stjórn­valda þar í landi, en sam­kvæmt Dyfl­inn­ar­samn­ingn­um hafa ís­lensk stjórn­völd leyfi til þess að senda hann til Ítal­íu, vegna þess að Paul milli­lenti þar á leið sinni til Íslands," að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka