Vegfarendur á Sprengisandi eru beðnir um að hafa samband við landvörð í Nýjadal áður en farið er yfir vaðið þar sem það er mjög óöruggt. Emstruleið er ófær eins og er vegna vatnavaxta. Vegna aurbleytu og hættu á skemmdum er allur akstur enn bannaður á Dyngjuleið (milli Sprengisands og Öskju), og að hluta til á Stórasandi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.