Einn handtekinn í Helguvík

Lögreglan fylgist með framkvæmdasvæðinu þar sem félagar í Saving Iceland …
Lögreglan fylgist með framkvæmdasvæðinu þar sem félagar í Saving Iceland stóðu fyrir mótmælum í dag. mbl.is/Hilmar Bragi

Einn mót­mæl­andi sam­tak­anna Sa­ving Ice­land var hand­tek­inn í Helgu­vík í dag.  Að sögn Skúla Jóns­son­ar, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns á Suður­nesj­um, var sá ein­stak­ling­ur einn af þeim sem höfuð læst sig við vinnu­vél­ar á svæðinu og var hann hand­tek­inn eft­ir að hann neitaði að segja til nafns.

Mót­mælaaðgerðum í Helgu­vík lauk um hálf fjög­ur leytið að sögn Skúla en um 40 ein­stak­ling­ar frá 10 lönd­um stöðvuðu vinnu við fyr­ir­hugað ál­ver klukk­an tíu í morg­un og læsti hluti hóps­ins sig við vinnu­vél­ar og aðrir klifruðu upp í krana.

Skúli seg­ir að lög­regla muni nú fara yfir hvort ástæða sé til að gefa út ákæru á hend­ur fólk­inu fyr­ir að hlýða ekki fyr­ir­mæl­um.  „Fólkið braut lög með því að hlýða ekki fyr­ir­mæl­um lög­reglu, en eft­ir að við áréttuðum fyr­ir­mæl­in fór fólk að yf­ir­gefa svæðið," seg­ir Skúli og bæt­ir við að lög­regla hafi tekið niður nöfn á öll­um mót­mæl­end­um.  

Rétt fyr­ir há­degi höfðu all­ir verka­menn sem komu til vinnu í morg­un yf­ir­gefið svæðið.  Skúli seg­ir að unnið sé að því að girða vinnusvæðið af og að á þriðja tug stórra vinnu­véla séu þar og því sé mik­il­vægt að eng­inn slas­ist.  Því hafi verktaki sem vinn­ur fyr­ir Norðurál ákveðið að stöðva vinnu í dag.

Sa­ving Ice­land setti upp búðir á Hell­is­heiði um síðustu helgi. Sam­tök­in segja aðgerðunum í Helgu­vík vera ætlað að vekja at­hygli á eyðilegg­ingu jarðhita­svæða á suð-vest­ur horni lands­ins og mann­rétt­inda- og um­hverf­is­brot­um Cent­ury í Afr­íku og á Jamaíka.

Fólkið klifraði m.a. upp í byggingarkrana.
Fólkið klifraði m.a. upp í bygg­ing­ar­krana. vf.is/​Hilm­ar Bragi
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert