Forseti Íslands til Kína

Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson.
Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Eggert

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, hef­ur þegið boð Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands og for­seta Kína Hu Jintao um að sækja Ólymp­íu­leik­ana sem verða haldn­ir í Pek­ing í næsta mánuði. Að því loknu held­ur hann til Bangla­dess til að sitja ráðstefnu um um­hverf­is­breyt­ing­ar. 

Ólaf­ur Ragn­ar mun koma til Kína 21. ág­úst, vera viðstadd­ur loka­hátíð leik­anna 24. ág­úst, fylgj­ast með keppn­is­grein­um og heim­sækja ís­lenska íþrótta­fólkið. For­set­inn er vernd­ari Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands­ins.

Frá Kína held­ur for­set­inn til Dakka höfuðborg­ar Bangla­dess þar sem hann verður Iajudd­in Ah­med, for­seta lands­ins, ræðumaður á alþjóðlegu þingi um lofts­lags­breyt­ing­ar, gróðurfar og hækk­un sjáv­ar­borðs. Þingið sæk­ir fjöldi vís­inda­manna, sér­fræðinga og áhrifa­fólks í alþjóðlegri stefnu­mót­un. Íslensk­ir sér­fræðing­ar og vís­inda­menn verða á meðal þátt­tak­enda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert