Geðfatlaðir óvelkomnir á Ólympíuleikana

Ólympíuleikvangurinn í Peking.
Ólympíuleikvangurinn í Peking. Reuters

Papp­írs­vinna ís­lenska ólymp­íu­hóps­ins er mun meiri fyr­ir Ólymp­íu­leik­ana í Pek­ing en fyr­ir aðra Ólymp­íu­leika hingað til, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bandi Íslands.

Stjórn­völd í Pek­ing hafa gefið út til­mæli í 57 liðum til gesta á leik­un­um. Þar birt­ast ná­kvæm­ar út­list­an­ir á því hvaða regl­ur gilda og jafn­framt eru nefnd­ir þeir hóp­ar, sem eru „óvel­komn­ir“ til Kína. Á þeim lista eru m.a. „fjár­hags­lega ósjálf­stæðir“ ein­stak­ling­ar og fólk með geðsjúk­dóma.

Árið 2001, áður en það lá fyr­ir að Kín­verj­ar myndu halda Ólymp­íu­leik­ana, lofuðu Kín­verj­ar bót og betr­un þegar kæmi að mann­rétt­ind­um. Kín­versk stjórn­völd og Alþjóðlega ólymp­íu­nefnd­in hafa samt aldrei birt op­in­ber­lega inni­hald samn­ings sem þau gerðu um Ólymp­íu­leik­ana í Pek­ing, and­stætt því sem tíðkast hef­ur á öll­um Ólymp­íu­leik­um til þessa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert