Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga

Sjórinn litaðist blóði.
Sjórinn litaðist blóði. mbl.is/Heimir Harðarson

Hóðpur ferðamanna í hvala­skoðun á Skjálf­anda fylgd­ist agndofa með miklu sjón­arspili þegar vaða af há­hyrn­ing­um réðst að hrefnu, drápu hana og átu. Um 100 farþegar tveggja báta frá hvala­skoðun­inni Norður-Sigl­ingu á Húsa­vík urðu vitni að at­renn­unni sem varði hátt í klukku­stund og var fólk­inu, sem flest var er­lent, mjög brugðið, að sögn Heim­is Harðar­son­ar, markaðsstjóra Norður-Sigl­ing­ar.

„Það átti auðvitað eng­inn von á því að horfa þarna upp á slátrun, en við tók­um þá ákvörðun að fylgj­ast með þessu nátt­úru­fyr­ir­brigði enda er þetta mjög óvenju­legt.“

Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem árás há­hyrn­inga á sér stærra spen­dýr næst á mynd við Ísland, en staðfest til­felli eru um slíkt er­lend­is. Há­hyrn­ing­ar eru efst­ir í fæðukeðju rán­dýra í sjón­um og gjarn­an kallaðir úlf­ar hafs­ins. Þeir skipt­ast hins veg­ar í tvo hópa, sem sum­ir vilja meina að séu sitt hvor teg­und­in, ann­ar þeirra lif­ir nær ein­göngu á fiski en hinn veiðir spen­dýr af öll­um stærðum.

Talið er að há­hyrn­ing­ar við Ísland til­heyri fyrst og fremst fyrr­nefnda hópn­um, en greini­legt er að þeir sem voru á ferðinni í Skjálf­anda á þriðju­dags­kvöldið voru al­van­ir dráps­hval­ir.

 „Þetta var greini­lega mjög skipu­lagt hjá þeim og ekk­ert óðagot,“ seg­ir Heim­ir. „Þeir létu eins og sá sem valdið hef­ur og kálfarn­ir stukku þarna í kring og léku sér í blóðinu.“ Aðgerðirn­ar hafi greini­lega verið mjög sam­hæfðar, enda hafi þeir um­kringt hrefn­una og haft hana tveir og tveir á milli sín á meðan þeir gerðu at­lögu að henni, en báts­mönn­um telst til að um 20-30 dýr hafi verið að ræða.

Að sögn Heim­is mátti greina ang­ist hjá hrefn­unni hel­særðri og sjór­inn litaðist blóði. „Hún var orðin svo ringluð að hún synti á bát­inn tvisvar sinn­um og einu sinni fannst okk­ur eins og hún ætlaði að fela sig und­ir bátn­um því hún stefndi bara beint á hann og reyndi að brölta und­ir hann.“

Hrefn­unni tókst hins veg­ar ekki að flýja held­ur drapst hún af sár­um sín­um eft­ir hetju­lega bar­áttu og varð þá mik­il veisla fyr­ir há­hyrn­ing­ana sem skiptu fengn­um á milli sín.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka