„Vorum teknir í bakaríið"

Fararskjótinn Lucinda.
Fararskjótinn Lucinda. mbl.is

„Þetta hef­ur gengið þokka­lega vel, erum komn­ir til Úkraínu, á leið til Donersk og erum aðeins á und­an áætl­un," seg­ir Arn­ar Freyr Vil­mund­ar­son, sem tek­ur þátt í kapp­akstri frá London til Mong­ól­íu ásamt Christoph­er Friel, skosk­um fé­laga sín­um. 

„Við keyrðum í 23 tíma í gær og sváf­um í bíln­um í tvo tíma," seg­ir Arn­ar og bæt­ir við að til standi að fara snemma til Donersk og hvíla sig þar og halda svo til Rúss­lands á morg­un. 

Aðspurður hvort þeir fé­lag­ar hafi lent í ógöng­um á leiðinni seg­ir Arn­ar að þeir hafi þurft að fara yfir fjög­ur landa­mæri í gær og að þeir hafi verið „tekn­ir í baka­ríið" af vörðum við suðaust­ur­landa­mæri Molda­víu og Úkraínu.  

„Þegar við kom­um að landa­mær­un­um var mér vísað inn í stæði en ég keyrði óvart inn í vit­laust stæði.  Vörður­inn sagði það grafal­var­legt mál sem þyrfti að til­kynna," seg­ir Arn­ar og bæt­ir við að farið hafi verið í vand­lega í gegn­um all­an far­ang­ur, og hann spurður spjör­un­um úr í einn og hálf­an tíma.   „„Vörður­inn talaði bara rúss­nesku en að lok­um þurft­um við að borga hon­um 150 doll­ara til þess að losna, þetta reddaðist þó allt, hann var orðinn besti vin­ur minn í lok­in," seg­ir Arn­ar.

Arn­ar og Christoph­er lögðu af stað frá London á laug­ar­dag og hyggj­ast keyra til Mong­ól­íu á 24 dög­um.  Til­gang­ur Mong­ól­íuralls­ins er að safna pen­ing­um til góðgerðar­mála í Mong­ól­íu.  Eitt af skil­yrðum kapp­akst­urs­ins er að keyra leiðina á gam­alli druslu en þeir fé­lag­ar keyra Suzuki SJ frá ár­inu 1988, sem hef­ur fengið gælu­nefnið Luc­inda.  Sam­kvæmt regl­um keppn­inn­ar má vél öku­tæk­is­ins ekki vera stærri en 1000 cc. en að sögn Arn­ars hef­ur Luc­inda staðið sig vel.

„Ef allt geng­ur að ósk­um næstu tvo daga erum við tveim dög­um á und­an áætl­un.  Við stefn­um á að vera komn­ir til Kazakhst­an á laug­ar­dag, og þá byrj­ar ballið," seg­ir Arn­ar að lok­um.

Hægt er að fylgj­ast með ferðum Arn­ars og Christoph­ers á bloggsíðu þeirra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert