Settu brunaboða í gang

Lögreglumenn við höfuðstöðvar Landsvirkjunar.
Lögreglumenn við höfuðstöðvar Landsvirkjunar. mbl.is/Júlíus

Fá­menn­ur hóp­ur liðsmanna sam­tak­anna Sa­ving Ice­land held­ur enn til í and­dyri hús­næðis Lands­virkj­un­ar við Háa­leit­is­braut. Þor­steinn Hilm­ars­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­virkj­un­ar, seg­ir fólkið ekki vera til ama og að það trufli ekki vinnu í hús­inu.

Þor­steinn seg­ir þrjár ung­ar kon­ur hafa komið í Lands­virkj­un í morg­un og sagst ætla að þiggja boð Friðriks Soph­us­son­ar, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, um að koma til fund­ar við hann.

Þegar þær hafi verið komn­ar upp á skrif­stofu hans, þar sem þeim hafi verið fært kaffi, hafi ein þeirra undið sér að bruna­boða sem þar var og sett hann í gang. Þær hafi síðan hlaupið út úr hús­inu.  Þor­steinn seg­ir þetta hafa or­sakað litla trufl­un á vinnu enda hafi strax legið fyr­ir hvað væri á seyði.

Skömmu síðar kom nokkru stærri hóp­ur á veg­um sam­tak­anna í húsið. Hef­ur hann haldið til í and­dyri þess þar sem hann er eng­um til ama, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Þor­steins. Inn­gang­in­um hef­ur þó verið lokað og nota starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins aðra inn­ganga.

Hef­ur fólk­inu verið sagt að því sé vel­komið að vera í and­dyr­inu eins lengi og það vilji. Fleiri fá hins veg­ar ekki að fara þangað inn og þeir sem fara það út fá ekki að koma inn aft­ur.

Lög­regla er ekki leng­ur á staðnum, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Þor­steins en þar eru ör­ygg­is­verðir frá Secu­ritas.     

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert