Starfsmenn Kastljóss sýknaðir

Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss.
Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur sýknað út­varps­stjóra og  starfs­fólk Kast­ljóss­ins í Sjón­varp­inu í miska­bóta­máli, sem höfðað var vegna um­fjöll­un­ar um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt konu frá Mið-Am­er­íku í apríl og maí 2007.

Alþingi veitti kon­unni rík­is­borg­ara­rétt með lög­um í mars sam­kvæmt til­lögu alls­herj­ar­nefnd­ar þings­ins. Kast­ljósið og fréta­stofa Sjón­varps­ins fjölluðu um málið í kjöl­farið og kom þá fram að Lucia Celeste Mol­ina Sierra, sem var þá tæp­lega tví­tug, hefði aðeins búið hér á landi í um 15 mánuði og dval­ist hér á landi sem námsmaður með skráð lög­heim­ili á heim­ili Jón­ínu Bjart­marz, þáver­andi um­hverf­is­ráðherra. Lucia er unn­usta Birn­is Orra Pét­urs­son­ar, son­ar Jón­ínu.

Parið stefndi starfs­mönn­um Sjón­varps­ins og krafðist miska­bóta, Lucia  2,5 millj­óna króna og Birn­ir Orri 1 millj­ón­ar króna. Töldu þau m.a. að brotið hefði verið gegn friðhelgi einka­lífs þeirra með ólög­mæt­um hætti.

Í dómn­um seg­ir Eggert Óskars­son, héraðsdóm­ari, að um­fjöll­un Kast­ljóss vegna um­sókn­ar Luciu um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt hafi verið mál­efni, sem átti er­indi til al­menn­ings og hafði frétta­gildi. Óhjá­kvæmi­legt hafi verið í þágu úr­vinnslu frétta­efn­is­ins að fram kæmu upp­lýs­ing­ar um per­sónu­lega hagi Luciu. Ekki hafi verið gengið nær einka­lífi henn­ar en þörf var á í op­in­berri umræðu um mál­efni sem varðaði al­menn­ing.

„Af gögn­um máls verður ekki ráðið að af­greiðsla um­sókn­ar stefn­anda Luciu um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt hafi verið önn­ur en al­mennt ger­ist, eins og gefið var í skyn í upp­haf­legri um­fjöll­un Kast­ljóss um málið. Það breyt­ir því þó ekki að rétt­læt­an­legt til­efni var til þess að fjalla um málið sem varðaði meðferð og af­greiðslu alls­herj­ar­nefnd­ar á veit­ingu rík­is­borg­ara­rétt­ar, eins og fyrr grein­ir," seg­ir m.a. í dómn­um.

Dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur í heild 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert