„Stenst fánalög“

„Fána­lög­in voru höfð til hliðsjón­ar til þess að menn væru ekk­ert að ganga í ber­högg við þau í aug­lýs­ing­unni,“ seg­ir Hrann­ar Pét­urs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Voda­fo­ne. Nokk­ur umræða hef­ur skap­ast um lok aug­lýs­ing­ar­inn­ar „Skítt með kerfið“ þar sem sjá má eitt­hvað sem lík­ist ís­lenska fán­an­um, en búið er að hengja bæði aug­lýs­ingu og keðjur í fán­ann.

„Við telj­um okk­ur klár­lega fara eft­ir öll­um sett­um regl­um. Grund­vall­ar­atriðið er að við erum ekki að nota fán­ann, held­ur fána­lit­ina, sem er tvennt ólíkt. Mig minn­ir að það sé tólfta grein fána­lag­anna sem kveður á um hvað má og hvað ekki. Þessi grein er hins veg­ar mjög opin og ekki mjög skýr,“ seg­ir Hrann­ar.

„Við erum að nota fána­lit­ina sem er ákveðin skír­skot­un til kerf­is­ins, og það er auðvitað verið að nota göm­ul minni úr pönk­menn­ing­unni sem menn þekkja. Menn sjá kannski fyr­ir sér sveit­ir á borð við Sex Pistols sem veifaði breska fán­an­um, þannig að þetta er þekkt minni.“

Aðspurður seg­ist Hrann­ar vissu­lega hafa heyrt gagn­rýn­isradd­ir. „Við telj­um okk­ur vera rétt­um meg­in við lín­una, en ég veit að ein­hverj­um finnst þetta á mörk­un­um eða jafn­vel öf­ug­um meg­in.“

Þá seg­ir Hrann­ar að eng­in kæra hafi borist fyr­ir­tæk­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert