Besta sumar frá 1944

Sumarið núna, það er maí, júní og júlí,  er það heitasta í Reykjavík frá lýðveldisárinu, hugsanlega frá upphafi mælinga. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að erfitt sé að slá því föstu að um sé að ræða hitamet frá upphafi  því það muni enn mjög  litlu á þessum mánuðum og hitaskeiði á fjórða áratugnum.

Í öllu falli má þó slá því föstu að fara þurfi allt aftur til lýðveldisársins til þess að finna jafnheitt eða heitara sumar.  Júlí einn og sér var kaldur framan af, en nær því þó að vera sá þriðji heitasti frá árinu 1949. En hvað sem mælingum líður leikur veðrið við landsmenn í dag. Hitinn hefur orðið  mestur 23 stig í Reykjavík en hefur farið upp í 28 stig á Þingvöllum og í Árnesi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert