Besta sumar frá 1944

00:00
00:00

Sum­arið núna, það er maí, júní og júlí,  er það heit­asta í Reykja­vík frá lýðveld­is­ár­inu, hugs­an­lega frá upp­hafi mæl­inga. Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur seg­ir að erfitt sé að slá því föstu að um sé að ræða hita­met frá upp­hafi  því það muni enn mjög  litlu á þess­um mánuðum og hita­skeiði á fjórða ára­tugn­um.

Í öllu falli má þó slá því föstu að fara þurfi allt aft­ur til lýðveld­is­árs­ins til þess að finna jafn­heitt eða heit­ara sum­ar.  Júlí einn og sér var kald­ur fram­an af, en nær því þó að vera sá þriðji heit­asti frá ár­inu 1949. En hvað sem mæl­ing­um líður leik­ur veðrið við lands­menn í dag. Hit­inn hef­ur orðið  mest­ur 23 stig í Reykja­vík en hef­ur farið upp í 28 stig á Þing­völl­um og í Árnesi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert