Norðurþing skoðar aðgerðir

Bergur Elías Ágústsson.
Bergur Elías Ágústsson.

Sveitarstjóri Norðurþings sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins, að farið verði vel yfir úrskurð umhverfisráðherra um að meta þurfi umhverfisáhrif sameiginlega af öllum framkvæmdum tengdum álveri á Bakka við Húsavík. Einn möguleiki sé að vísa málinu til dómstóla.

Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, sagði að ákvörðun ráðherra væri sorgleg og einnig hefði hún komið of seint. Hann sagði að farið verði yfir málið en einn möguleiki sé að sveitarfélagið leiti réttar síns fyirr dómstólum og fái úrskurðinum hnekkt með dómi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka