Brýnt að hraða umhverfismati

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði í frétt­um Útvarps­ins að of snemmt væri að segja til um hvort úr­sk­urður um­hverf­is­ráðherra vegna ál­vers á Bakka tefji fram­kvæmd­ir. Brýnt sé að hraða mál­inu eins og kost­ur sé.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, úr­sk­urðaði í gær að all­ar fram­kvæmd­ir tengd­ar hugs­an­legu ál­veri á Bakka við Húsa­vík skuli fara sam­eig­in­lega í um­hverf­is­mat.

Geir sagði við Útvarpið, að þessi úr­sk­urður þýði ekki að það eigi að stöðva fram­kvæmd­ir á Bakka. Þá sé ekki víst að hann tefji fram­kvæmd­ir að ráði. Nú verði all­ir að leggj­ast á eitt um að hraða þessu máli og klára um­hverf­is­matið, því það sé ekk­ert mik­il­væg­ara fyr­ir Íslend­inga um þess­ar mund­ir en að auka verðmæta­sköp­un í land­inu og senda  þau boð út í þjóðfé­lagið og til þeirra sem vilja fjár­festa á Íslandi, að hér sé vel tekið á móti þeim sem hafi slík áform.

Kristján L. Möller, sam­gönguráðherra, sagðist í sam­tali við Útvarpið hafa verið full­vissaður um að úr­sk­urður um­hverf­is­ráðherra tefji ekki fyr­ir fram­kvæmd­um við Bakka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert