Eigum eftir að kynna okkur ferlið

Tómas Már Sigurðsson
Tómas Már Sigurðsson mbl.is

„Þetta er nýtt ferli og ekki hefur verið unnið eftir því áður. Við vitum því ekki hver næstu skref eru og eigum eftir að kynna okkur hvað þetta í raun þýðir. Við eigum einnig eftir að fá leiðbeiningar frá umhverfisráðuneytinu um hvernig eigi að vinna eftir þessu ferli,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Hann segir ákvörðun umhverfisráðherra hafa komið sér mikið á óvart.


„Þetta er alveg nýr flötur í málinu. Við erum búin að vinna með Skipulagsstofnun, sem er fagstofnun í þessu máli, og fara eftir leiðbeiningum frá henni. Við vitum ekki alveg hvers vegna þessar framkvæmdir eru valdar. Þetta er jú ekki spurning um að framkvæmdirnar fari ekki í umhverfismat, heldur er verið að hnýta saman fjóra mismunandi framkvæmdaraðila.“

Tómas segist ekkert geta sagt til um tafir sem hljótast af ákvörðun ráðherra. „Umhverfisráðuneytið verður að svara því og boltinn er í þeirra höndum.“


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka