Eigum eftir að kynna okkur ferlið

Tómas Már Sigurðsson
Tómas Már Sigurðsson mbl.is

„Þetta er nýtt ferli og ekki hef­ur verið unnið eft­ir því áður. Við vit­um því ekki hver næstu skref eru og eig­um eft­ir að kynna okk­ur hvað þetta í raun þýðir. Við eig­um einnig eft­ir að fá leiðbein­ing­ar frá um­hverf­is­ráðuneyt­inu um hvernig eigi að vinna eft­ir þessu ferli,“ seg­ir Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri Alcoa Fjarðaáls. Hann seg­ir ákvörðun um­hverf­is­ráðherra hafa komið sér mikið á óvart.


„Þetta er al­veg nýr flöt­ur í mál­inu. Við erum búin að vinna með Skipu­lags­stofn­un, sem er fag­stofn­un í þessu máli, og fara eft­ir leiðbein­ing­um frá henni. Við vit­um ekki al­veg hvers vegna þess­ar fram­kvæmd­ir eru vald­ar. Þetta er jú ekki spurn­ing um að fram­kvæmd­irn­ar fari ekki í um­hverf­is­mat, held­ur er verið að hnýta sam­an fjóra mis­mun­andi fram­kvæmd­araðila.“

Tóm­as seg­ist ekk­ert geta sagt til um taf­ir sem hljót­ast af ákvörðun ráðherra. „Um­hverf­is­ráðuneytið verður að svara því og bolt­inn er í þeirra hönd­um.“


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert