Óhaggaður stuðningur

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Dagur

„Þetta mun ekki breyta þeirri staðreynd að stuðning­ur rík­is­stjórn­ar­inn við þessa fram­kvæmd er óhaggaður,“ seg­ir Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra um þann úr­sk­urð Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra að þær fjór­ar fram­kvæmd­ir sem tengj­ast bygg­ingu ál­vers á Bakka við Húsa­vík fari í heild­stætt um­hverf­is­mat. „Þetta mun ekki seinka því að stóriðja rísi á Bakka um einn ein­asta dag.“

Óþægi­leg stefnu­breyt­ing

Svik við Þing­ey­inga

Össur vís­ar gagn­rýni Val­gerðar á bug. „.Þing­menn eins og aðrir verða að gera ráð fyr­ir því að heim­ild­ar­á­kvæði í lög­um kunni að verða nýtt eins og í þessu til­viki,“ seg­ir hann.

Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, hrós­ar Þór­unni fyr­ir úr­sk­urðinn. „Hvort Sam­fylk­ing­in er að taka sig sam­an í and­lit­inu skal ósagt látið, en Þór­unn ætl­ar greini­lega ekki að láta sitt eft­ir liggja,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert