Umhverfismat ekki til að stöðva framkvæmdir

Kort sem sýnir hvar fyrirhugað er að reisa álver við …
Kort sem sýnir hvar fyrirhugað er að reisa álver við Bakka

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ist skilja vel ákvörðun um­hverf­is­ráðherra, því fram hafi komið hjá Skipu­lags­stofn­un og öll­um sem að fram­kvæmd­um koma að mik­il­vægt væri að mat á um­hverf­isáhrif­um fram­kvæmda fari fram á sama tíma vegna ál­vers á Bakka, línu­lagna og varma­virkj­ana á Þeistareykj­um og Kröflu. Um­hverf­is­ráðherra telji mik­il­vægt að fram fari mat á sama tíma og sam­eig­in­legt mat sé ekki íþyngj­andi enda þurfi all­ar fram­kvæmd­irn­ar að fara í gegn­um um­hverf­is­mat.

„Það er eðli­legt að stuðst sé við lög­in eins og þau eru um heild­armat,“ seg­ir Ingi­björg Sól­rún. Niður­stöðu Skipu­lags­stofn­un­ar hafi verið áfrýjað til um­hverf­is­ráðherra sem hafi nú kveðið upp sinn úr­sk­urð. Varðandi Helgu­vík hafi verið áfrýjað of seint til ráðherra og hefði sam­bæri­leg ákvörðun engu að síður verið tek­in hefði hún verið íþyngj­andi fyr­ir þá sem að fram­kvæmd­um stæðu.

Ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að menn séu að fara fram úr sér þegar þeir segi að þetta hafi taf­ir í för með sér. Gert sé ráð fyr­ir að tími sé til 2012 til að und­ir­búa fram­kvæmd­irn­ar og ný­búið sé að skrifa und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efn­is.

Ingi­björg Sól­rún seg­ir ljóst að all­ar fyrr­nefnd­ar fram­kvæmd­ir hafi þurft að fara í um­hverf­is­mat. Fram geti komið ýms­ar at­huga­semd­ir og und­an því verði ekki vikist. „Um­hverf­is­mat er ekki til þess að stöðva fram­kvæmd­ir. Um­hverf­is­mat er til þess að reyna að leiða fram ef það eru ein­hverj­ir agn­ú­ar á fram­kvæmd­inni og hvernig eigi að sníða þá af.“

Um­hverf­is­nefnd fund­ar

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður og full­trúi Fram­sókn­ar­flokks í nefnd­inni, kveðst hafa óskað eft­ir fund­in­um. „Fólk er mjög ugg­andi, sér­stak­lega fyr­ir norðan. Ég held að það sé mjög mik­il­vægt að farið verði yfir þetta mál, svo hug­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar verði á hreinu og ekki sé verið að vinna að ein­hverju sem svo verður ekki af,“ seg­ir Hösk­uld­ur. Úrsk­urður­inn sé einn stærsti steinn sem lagður hafi verið í götu verk­efn­is­ins á Bakka. Þór­unn fari harðari hönd­um um ál­verið á Bakka en ál­verið í Helgu­vík.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert