Óbætanlegar skemmdir hjá Landmannalaugum

Frá Landmannalaugum.
Frá Landmannalaugum.

Miklar skemmdir hafa verið unnar á viðkvæmum svæðum í kringum Landmannalaugar vegna utanvegaaksturs bæði mótor- og fjórhjóla sem og jeppabifreiða. Að sögn Páls Ernissonar landvarðar hefur talsvert borið á utanvegaakstri í sumar en eftir síðustu helgi hafi skyndilega orðið sprenging nánast eins og um samantekin ráð væri að ræða.

„Þetta eru ekki alltaf löng för og tekur ekki nema nokkrar sekúndur að spóla þetta upp, en sum eru mjög ljót og þau sem eru í mosanum fara aldrei. Ég mun ekki lifa það að sjá þetta gróa,“ segir Páll. Hins vegar segir hann það ekki bara á þykkri gróðurþekju þar sem aksturinn veldur skemmdum, því auðnin sé ekki síður viðkvæm. 

Páll er ósáttur við hvernig staðið er að löggæslu á svæðinu að fjallabaki, nú sé þar mikil umferð óskráðra mótorhjóla og fjórhjóla og því greinilegt að sumir líti á þetta sem hálfgert frísvæði, fjarri löggæslu. „Við viljum að lögreglan sé sýnilegri. Það er bara brandari að hún komi hingað tvisvar á ári til að vakta svæði sem 150 þúsund manns sækja.“ Hann segir þörf á reglulegu innliti lögreglu til að stemma stigu við átroðslu á landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka