Vill stefnu til 12 ára

00:00
00:00

Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, aug­lýs­ir eft­ir stefnu stjórn­valda vegna gróður­húsa­áhrifa til næstu tólf ára og seg­ir ekki nægj­an­legt að setja fög­ur mark­mið sem eigi að nást eft­ir að nú­ver­andi ráðamenn séu komn­ir und­ir græna torfu.

Hann seg­ir skýrslu vs­inda­nefnd­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar á Íslandi gefa til kynna að hér verði allt ann­ar heim­ur en Íslend­ing­ar hafi van­ist. Það þýði ekk­ert að setja fram stefnu um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda fyr­ir miðja þessa öld. Ísland þurfi að setja fram skýra stefnu um hvað stjórn­völd hygg­ist gera næstu árin.

Árni seg­ir að enn sé mörg­um spurn­ing­um ósvarað varðandi áhrif hlýn­un­ar á líf­ríki sjáv­ar við Ísland. Menn viti ekki hversu hratt þetta ger­ist. Hundrað þúsund tonn af mak­ríl í ís­lenskri lög­sögu hafi komið mönn­um í opna skjöldu. Menn hljóti að spyrja sig hvað ger­ist næst.  Til að mynda hvort lunda­stofn­inn hrynji? 

Árni seg­ir að það vanti að rann­saka áhrif­in á þorsk­stofn­inn, loðnu­stofn­inn og síld­ar­stofn­inn. Menn þurfi að huga að því hvort Íslend­ing­ar verði sama fisk­veiðiþjóðin árið 2100 og þeir eru núna.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka