Skólavörðustígur opnaður á ný

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri opnaði Skólavörðustíginn eftir breytingar
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri opnaði Skólavörðustíginn eftir breytingar mbl.is/Frikki

Fram­kvæmd­um við end­ur­bygg­ingu efri hluta Skóla­vörðustígs er lokið og því bjóða versl­un­ar­eig­end­ur í sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg og Ístak, til  opn­un­ar­hátíðar í dag. Var það Ólaf­ur F. Magnús­son borg­ar­stjóri sem opnaði göt­una kl. 13:00 og munu fjöl­marg­ir lista­menn skemmta á Skóla­vörðustígn­um í dag.

Allt yf­ir­borð götu og gang­stétta hef­ur verið end­ur­nýjað ásamt lögn­um veitu­fyr­ir­tækja, skipt var um jarðveg og snjó­bræðsla sett í götu og gang­stétt­ar. Þar með er komið sam­fellt upp­hitað götu­rými frá Skóla­vörðuholti niður í Kvos, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Í yf­ir­borðsfrá­gang er notað ís­lenskt efni eins og kost­ur er, þar með tal­inn grá­steinskant­ur, grá­steinspoll­ar og hell­ur, ásamt trjá­gróðri. Ak­braut­ir eru mal­bikaðar en gang­stétt­ir og upp­hækk­an­ir á gatna­mót­um eru stein- og hellu­lagðar.

Fram­kvæmd­ir hóf­ust í byrj­un mars og var áhersla lögð á það í útboði borg­ar­inn­ar að hraða fram­kvæmd­um sem mest og halda göngu­leiðum opn­um á fram­kvæmda­tíma þar sem um vin­sæla versl­un­ar- og göngu­götu er að ræða. Ver­káætl­un hef­ur staðist að mestu en verklok voru áætluð 31. júlí.

Fram­kvæmd­irn­ar við þenn­an síðari áfanga end­ur­gerðar Skóla­vörðustígs voru á veg­um Fram­kvæmda- og eigna­sviðs Reykja­vík­ur, Orku­veitu Reykja­vík­ur, Gagna­veitu Reykja­vík­ur ehf. og Mílu ehf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert