Af álfum og hákarli

Ólafur fagnar ákaflega eftir sigur á Pólverjum um daginn.
Ólafur fagnar ákaflega eftir sigur á Pólverjum um daginn. Mbl.is/Brynjar Gauti

Álfar munu fagna ef Ísland vinn­ur gullið á sunnu­dag og all­ir borða há­karl og drekka brenni­vín þrátt fyr­ir að það sé vont. Ekk­ert ger­ist ef maður sér hlut­ina ekki fyr­ir sér og Óli hand­bolta­fyr­irliði hef­ur íhugað að ganga í Búddaklaust­ur. Banda­rísk­ur frétta­rit­ari skrif­ar um ís­lenska hand­bolta­landsliðið.

Frétta­rit­ari banda­ríska blaðsins Washingt­on Post sem stadd­ur er í Pek­ing skrif­ar um leik­ana á vef blaðsins, Washingt­on­post.com. Í gær tek­ur hann fyr­ir ís­lenska landsliðið í hand­bolta en vel­gengni liðsins hef­ur vakið tals­verða heims­at­hygli.

Þegar Stein­berg fór að hitta ís­lenska liðið í gær hafði hann þrjár spurn­ing­ar sem hann langaði að spyrja.

  1. Álfar. Eru þeir vin­sæl­ir á Íslandi?„Ah, ja, ja, ja,” svar­ar Guðjón Val­ur Sig­urðsson. „Sum­ir trúa að þeir búi í fjöll­um. Sum­ir trúa því og aðrir ekki. Mér sjálf­um er sama. En ef við vinn­um verðlauna­pen­ing þá er ég viss um að þeir fagna með okk­ur.”
  2. Áfengið sem teng­ist sjáv­ar­rétt­um. „Þegar við borðum há­karl drekk­um við brenni­vín,” seg­ir Sig­fús Sig­urðsson, og á þar við brenni­vínið sem kallað er Svarti dauði.. „Við setj­um það í frysti í nokkr­ar vik­ur þar til drykk­ur­inn verður þykk­ur. Svo drekk­urðu það með há­karli sem búið er að verka á ákveðinn hátt, það er ekki hægt að lýsa því, en það er hræðileg lykt af hon­um.” Fréttamaður­inn spyr þá hvort þetta sé gott? „Nei,” svar­ar Sig­fús. „En þú verður að inn­byrða þetta. Þannig er það bara.”
  3. Áhug­inn heima fyr­ir: Hinir ís­lensku íþrótta­menn­irn­ir þrett­án hafa lokið keppni án verðlauna en á vefn­um seg­ir að hand­bolt­inn sé hvort eð er stærsti viðburður­inn. Stein­berg hitti að máli Hrafn­kel Kristjáns­son, íþróttaf­rétta­stjóra RÚV, og fékk að vita að um 60% þjóðar­inn­ar hefði fylgst með leikn­um gegn Dön­um og að all­ir sem hefðu verið að horfa á sjón­varp hefðu horft á leik­inn.

Stein­berg seg­ir að þetta sé þó allt sam­an ómerki­legt í sam­an­b­urði við fyr­irliðann, Ólaf Stef­áns­son, sem sé senni­lega áhuga­verðasti íþróttamaður sem hann hafi talað stutt­lega við.

Ólaf­ur deili lífi sínu í þrjú svið: hand­bolt­ann, en Óli spil­ar með spænsku deild­inni og er einn af vin­sæl­ustu íþrótta­mönn­um Íslands, fjöl­skyld­una „Það er kon­an og börn­in sem maður les fyr­ir á kvöld­in þegar kom­inn er hátta­tími“ og síðan yf­ir­nátt­úru­lega sviðið.

Í grein­inni seg­ir að fyr­irliðinn hafi gráðu á mann­vís­inda­sviði, hafi velt fyr­ir sér að ganga í Búddaklaust­ur, hafi lesið bæk­ur eft­ir marga franska heim­spek­inga 20. ald­ar­inn­ar og mikla hugsuði eins og Félix Guatt­ari og Gil­les Deleuze. Þá segi fyr­irliðinn að hann sé til­vist­arsinni. Hann tali einnig um skammta­fræði, hafi lesið bæk­ur Kar­en Armstrong um goðafræði og sem lesn­ingu á ólymp­íu­leik­un­um hafi hann valið skáld­sögu í þrem­ur hlut­um sem heit­ir Man Wit­hout Qualities og er eft­ir aust­ur­ríska höf­und­inn Robert Musil.

Ólaf­ur seg­ir Stein­berg líka að hann hafi séð fyr­ir sér gullið í lang­an tíma. ,„Það er reynd­ar til­raun hjá mér, hvort hugs­an­ir og til­finn­ing­ar geti birst í efn­is­heim­in­um...það er mik­il­vægt að sjá hlut­ina fyr­ir sér á mynd­ræn­an hátt. Ég held að ekk­ert geti ger­ist nema að maður sjái hlut­ina fyr­ir sér í ein­hvern tíma. Ekk­ert ger­ist af til­vilj­un.“

Sjá grein­ina í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert