Ofsaakstur á skólalóð

00:00
00:00

Tveir ung­lings­pilt­ar óku svört­um Nis­s­an sport­bíl inná skóla­lóð Aust­ur­bæj­ar­skóla fyr­ir stundu og reyk­spóluðu þar inn­an um barna­hóp sem stóð und­ir vegg á skóla­hús­inu. Þeir dvöldu góða stund við þessa hættu­legu iðju þar til sír­en­ur hljómuðu þá fóru þeir í loft­köst­um burt með lög­regl­una á hæl­un­um.

MBL sjón­varp var á staðnum og myndaði ofsa­akst­ur­inn.  

Skömmu seinna fannst bíll­inn mann­laus en dreng­irn­ir fund­ust síðar við Aust­ur­bæj­ar­skóla.  Þeir  eru um tví­tugt en ann­ar þeirra er skráður eig­andi bíls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka