Ramses kemur í nótt

00:00
00:00

Paul  Ramses kem­ur til lands­ins í nótt frá Mílanó. Hann hef­ur dvalið á Ítal­íu frá því í byrj­un júlí þegar Útlend­ing­ar­stofn­un neitaði að taka beiðni hans um hælis­vist fyr­ir og vísaði hon­um til baka til Ítal­íu.  Dóms­málaráðuneytið sneri við úr­sk­urði Útlend­inga­stofn­un­ar á föstu­dag. Ósk hans um hæli verður því tek­in til efn­is­legr­ar meðferðar hjá Útlend­inga­stofn­un.

Paul Ramses á eig­in­konu hér á landi og lít­inn son sem var ein­ung­is þriggja vikna þegar faðir hans var send­ur til baka til Ítal­íu.

Katrín Theo­dórs­dótt­ir lögmaður Ramses seg­ir að hann muni dvelja heima hjá konu og barni þar til mál hans verður til lykta leitt. Hann eigi mögu­leika á því að fara í hús­næði fyr­ir hæl­is­leit­end­ur en hún sé nokkuð viss um að hann velji sitt eigið heim­ili.

Paul Ramses
Paul Ramses
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka