Ólafur Ragnar frestar för til Bangladess

Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff fylgdust með íslenska …
Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff fylgdust með íslenska landsliðinu í handbolta á Ólympíuleikunum. mbl.is/Brynjar Gauti

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, hef­ur ákveðið að fresta för til Bangla­dess um þrjá daga en til stóð að hann kæmi til Dhaka, höfuðborg­ar Bangla­dess í dag. Ólaf­ur Ragn­ar til­kynnti í kveðju­hófi sem haldið var í sendi­ráði Íslands í Pek­ing til heiðurs Ólymp­íu­för­un­um í gær að ákveðið hefði verið að sæma landsliðið í hand­bolta fálka­orðunni í til­efni af hinum ein­stæða sigri þeirra á Ólymp­íu­leik­un­um.

Ráðgjafi stjórn­valda í Bangla­dess, Iftek­h­ar Ah­med Chowd­hury, sagði í sam­tali við bd­news24.com í gær að heim­sókn for­seta Íslands hafi verið frestað. For­set­inn muni koma til Bangla­dess þann 29. ág­úst í stað 26. ág­úst.  Ólaf­ur Ragn­ar mun taka þátt í lofts­lags­ráðstefnu í Dhaka og til stend­ur að hann verði í Bangla­dess til 1. sept­em­ber.

Aðrir fréttamiðlar í Bangla­dess hafa eft­ir ónafn­greind­um emb­ætt­is­mönn­um að heim­sókn Ólafs Ragn­ars hafi verið af­lýst af ótil­greind­um ástæðum.

Von er á ís­lensku ólymp­íu­för­un­um til Íslands á morg­un. Ekið verður með þá frá Hlemmi niður Lauga­veg og að Arn­ar­hóli .

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert