Risaeðla er fullkomið gæludýr

Búið er að þróa hið fullkomna gæludýr, það fer ekki úr hárum, sóðar ekki út og þarf litla sem enga umönnun. Pleo er tölvustýrt leikfang sem skynjar umhverfi sitt og bregst við gælum og öðru áreiti.

Kristinn R. Þórisson dósent og stjórnandi Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík er fullviss um að þróunin á þessum markaði verði ör og að innan fárra ára verði komin gervigreind gæludýr sem geti hlauðið marga hringi í kringum Pleo fyrir sama verð.

Pleo er gæfur risaeðluungi sem laðar til sín unga sem aldna og það eru fáir sem standast þá freistingu að strjúka hesið á honum og klappa honum á kollinn.

Pleo kostar 44990 krónur sem mörgum þykir kannski fulldýrt leikfang í miðri kreppu. Pleo er prýddur mörgum kostum, hann dettur ekki fram af borði og þarf ekki aðra þjónustu en nýhlaðna rafhlöðu með reglulegu millibili.

Tímaritið Stuff setti Pleo í flokk með þremur bestu vélverunum í júníhefti sínu og birti þessa umfjöllun á vefsíðu sinni.

Á Íslandi fæst Pleo í verslunum Office 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka