Ungir jafnaðarmenn lýsa í ályktun undrun sinni yfir því að þingflokkur Samfylkingarinnar ætli að stuðla að því að frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar verði samþykkt óbreytt á yfirstandandi þingi.
Í ályktuninni segir, að frumvarpið gangi í grundvallaratriðum gegn stefnu Samfylkingarinnar en kjarni þeirrar stefnu birtist í því grunnskilyrði að réttarstaða einstaklinga breytist ekki verði einkaaðilum falið að sinna þjónustu á sviði heilbrigðismála.