Dvalarleyfi á fölskum forsendum

„Við höfðum rök­studd­an grun um að hér væri fólk að reyna að fá dval­ar­leyfi á fölsk­um for­send­um,“ sagði Jó­hann R. Bene­dikts­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um.

„Mark­mið hús­leit­anna var að leita per­sónu­skil­ríkja og annarra gagna til að bera kennsl á hæl­is­leit­end­ur.“

Útlend­inga­stofn­un, lög­regl­an í Reykja­vík og á Suður­nesj­um og rík­is­lög­reglu­stjóri und­ir­bjuggu og hrintu af stað leit hjá fólki sem leitað hef­ur hæl­is hér á landi á fölsk­um for­send­um. Leitað var á sjö dval­ar­stöðum og gögn gerð upp­tæk.

„Rök­studd­ur grun­ur er ástæða þess að við fór­um út í þess­ar aðgerðir. Hús­leit­irn­ar voru ár­ang­urs­rík­ar og við fund­um mikið af gögn­um.“

Jó­hann seg­ir að Útlend­inga­stofn­un fái til sín mörg mál sem vinna þarf úr. „Þessu fólki verður vísað úr landi því það er eng­inn grund­völl­ur fyr­ir hæl­is­leit gefi þau rang­ar upp­lýs­ing­ar um sig. Það er al­gengt í þess­um heimi að fólk reyni að villa á sér heim­ild­ir og feli per­sónu­skil­ríki í von um að eign­ast betra líf. Ef viðkom­andi er ekki flóttamaður þá nýt­ur hann ekki vernd­ar sam­kvæmt flótta­manna­samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna,“ seg­ir hann.

Málið í rann­sókn

Lög­regl­an lagði hald á vega­bréf, per­sónu­skil­ríki, reiðufé í ýms­um gjald­miðli að and­virði rúm­lega 1,6 millj­óna króna. „Eft­ir því sem ég best veit er eng­inn grun­ur um man­sal í þessu máli.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka