Enn stafar ógn af hernaði Rússa

Geir H. Haarde á fundi í Valhöll í dag.
Geir H. Haarde á fundi í Valhöll í dag. mbl.is/GSH

Geir H. Haarde sagði opnum fundi í Valhöll í dag, að Evrópa  hefði  á undanförnum vikum verið minntir á það með óþyrmilegum hætti, að rússneski björninn sé ekki dauður úr öllum æðum. Stórfelldar hernaðaraðgerðir Rússa í Georgíu sýndu, svo ekki væri um villst, að sú ógn sem Evrópu stafaði af hernaði Rússa áratugum saman og margir töldu heyra til liðinni tíð, sé enn fyrir hendi.

Þær raddir heyrast nú austanhafs og vestan, að Bandaríkjamenn hafi verið fullfljótir á sér að draga úr hernaðarviðbúnaði á Norður-Atlantshafi. Tíðar flugferðir rússneskra sprengjuflugvéla við Íslandsstrendur er óþægileg áminning um nálægð okkar við það sem Rússar líta á sem sitt áhrifasvæði,“ sagði Geir.

Hann sagði að þeir sem hefðu sagt að sjálfstæðismenn væri fastir í hlekkjum kalda stríðsins þegar verið var að endurskipuleggja varnarsamstarfið við NATO eftir brottför Bandaríkjanna ættu kannski að heimsækja  Gori í Georgíu þar sem Rússar létu sprengjum rigna yfir íbúana

Síðar á fundinum var Geir spurður hvort hann teldi að Bandaríkjamenn myndu leita eftir aðstöðu hér á ný. Geir svaraði, að hann teldi það ekki líklegt, úr því þeir tóku þá ákvörðun að fara héðan. En vilji Bandaríkjamenn aukið samstarf verði það rætt og reynt að finna á því flöt.

Hann sagði að íslensk stjórnvöld muni fylgjast grannt með umsvifum Rússa á Norður-Atlantshafi og gera nauðsynlegar ráðstafanir ef stigmögnun verður á hernaðaruppbyggingu á því svæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka