Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að veita 300 til 400 milljónir króna á næstu þremur árum til boðaðra byggingarframkvæmda í fangelsismálum, samkvæmt heimildum 24 stunda.
Í blaðinu í gær var skýrt frá því að togast hefði verið á um fjölmargar stofnframkvæmdir á fundum fjárlaganefndar um helgina en að ekki hefði náðst eining um fjárveitingu til uppbyggingar í fangelsismálum. Það breyttist í gærmorgun og samkvæmt heimildum 24 stunda er fjárveitingin inni á langtímaáætlunum fyrir árin 2009, 2010 og 2011. Drög að fjárlögum fyrir næsta ár voru tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í gær og verða síðan kynnt 1. október.