Fangelsin verða byggð

Rík­is­stjórn­in ákvað í gær­morg­un að veita 300 til 400 millj­ón­ir króna á næstu þrem­ur árum til boðaðra bygg­ing­ar­fram­kvæmda í fang­els­is­mál­um, sam­kvæmt heim­ild­um 24 stunda.

Í blaðinu í gær var skýrt frá því að tog­ast hefði verið á um fjöl­marg­ar stofn­fram­kvæmd­ir á fund­um fjár­laga­nefnd­ar um helg­ina en að ekki hefði náðst ein­ing um fjár­veit­ingu til upp­bygg­ing­ar í fang­els­is­mál­um. Það breytt­ist í gær­morg­un og sam­kvæmt heim­ild­um 24 stunda er fjár­veit­ing­in inni á lang­tíma­áætl­un­um fyr­ir árin 2009, 2010 og 2011. Drög að fjár­lög­um fyr­ir næsta ár voru tek­in fyr­ir á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær og verða síðan kynnt 1. októ­ber.

Aldrei meiri þörf fyr­ir rými

Þing­menn sýna skiln­ing

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert