SÞ ómissandi í alþjóðlega kerfinu

Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York
Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York Reuters

Geir H. Haar­de sagði í ræðu sinni á Alls­herj­arþing­inu að þótt SÞ væru langt frá því að vera full­komn­ar væru þær ómiss­andi í alþjóðlega kerf­inu. Hann tók fram að fram­boð Íslands til ör­ygg­is­ráðsins  hefði full­an stuðning hinna Norður­land­anna og hét því að næði Ísland kjöri, yrði unnið sam­kvæmt því for­dæmi og sterku hefð sem Norður­lönd­in hefðu sett með setu sinni í ráðinu. 

„Við sækj­umst eft­ir þessu sæti sem lýðræðis­ríki sem á ekki í deil­um við önn­ur ríki: ríki sem hef­ur í gegn­um tíðina leyst deil­ur sín­ar með friðsöm­um hætti; ríki sem virðir mann­rétt­indi; ríki sem hef­ur enga veru­lega geópóli­tíska hags­muni og get­ur því nálg­ast mál­efni með ákveðinni hlut­lægni. Hér reyn­ir líka á hvort smærri ríki inn­an vé­banda okk­ar, frá hvaða heimsluta sem er, fái tæki­færi til að sitja í ör­ygg­is­ráðinu, og það er nokkuð sem styrk­ir lög­mæti þess.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert