Gunnlaugur Júlíusson langhlaupari hefur núna hlaupið yfir 220 km í ofurmaraþoni sem stendur yfir í Grikklandi. Hann hefur núna hlaupið í tæplega einn og hálfan sólarhring, en hlaupið er um 246 km langt.
Gunnlaugur hefur einn og hálfan sólarhring til að ljúka hlaupinu, en því lýkur kl. 4 í dag að íslenskum tíma. "Hann klárar þetta. Það er alveg pottþétt," sagði Höskuldur Kristvinsson, sem einnig tók þátt í hlaupinu. Höskuldur gafst upp eftir að hafa hlaupið 102 km. "Ég var alveg búinn. Það var engin leið fyrir mig að halda áfram," sagði Höskuldur.
Gunnlaugur, sem er fjármálastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, er reyndur langhlaupari, en þetta hlaup verður líklega hans erfiðasta verkefni. Gunnlaugur tók fyrr á árinu og í fyrra þátt í sólarhringshlaupi og hljóp þá vel yfir 200 km.
Yfir 300 skráðu sig í hlaupið í Grikklandi, en mjög margir hafa þegar gefist upp. Venjulega komast aðeins þriðjungur hlauparanna í mark. Fyrstur í mark að þessu sinni var Scott Jurek frá Bandaríkjunum, en þetta er þriðja árið í röð sem hann sigrar. Hann hljóp 246 km á 22 klukkutímum og 25 mínútum.
Unnt er að fylgjast með hlaupinu á vefsíðunni