Lauk ofurmaraþoninu

Gunnlaugur Júlíusson
Gunnlaugur Júlíusson Þorkell Þorkelsson

„Þetta ger­ist varla betra,“ seg­ir of­ur­hlaup­ar­inn Gunn­laug­ur Júlí­us­son sem áðan lauk 246 km Spart­athlon­hlaupi í Grikklandi. Gunn­laug­ur hafnaði í 74. sæti en hann hljóp á rúm­um 34 klukku­stund­um og 12 mín­út­um. Tíma­mörk­in voru 36 klukku­stund­ir.

Aðspurður seg­ist Gunn­laug­ur ekki vita hvort hann taki aft­ur þátt í Spart­athloni. „Það er ekk­ert sjálf­gefið. Það er meira en að segja það að fara í svona hlaup. Það krefst gríðarlegs und­ir­bún­ings og kostnaðar og er allsend­is óvíst hvort maður kom­ist í mark,“ seg­ir hann en töl­fræðin sýn­ir að aðeins um þriðjung­ur þeirra sem hef­ur hlaupið nær að ljúka því. Hann seg­ir marga öfl­uga hlaup­ara hafa dottið úr keppni í dag, þ.á m. 2 af verðlauna­höf­un­um frá því í fyrra.

Gunn­laug­ur seg­ist ekki far­inn að hugsa um hvað taki við næst hjá hon­um. „Það er ekk­ert sem topp­ar þetta,“ seg­ir hann og gef­ur fyr­ir því tvær ástæður. Ann­ars veg­ar veit hann ekki um neitt lengra hlaup í heim­in­um sem er frá ein­um stað til ann­ars og þá eru tíma­mörk­in afar erfið. „Press­an er svo mik­il á hlaup­ar­ann. Ég held að hlaupið vinn­ist oft á 60% af há­marks­tím­an­um þegar al­gengt er að hlaup vinn­ist á 40% há­marks­tím­ans.“ Þá bæt­ir Gunn­laug­ur við að lands­lagið hafi verið afar erfitt yf­ir­ferðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert