Styðja dómsmálaráðherra

mbl.is/Július

Lög­reglu­stjóra­fé­lag Íslands hef­ur sent frá sér álykt­un þar sem lýst er yfir ein­dregn­um og óskoruðum stuðningi við dóms­málaráðherra og starfs­menn dóms­málaráðuneyt­is­ins. Þar seg­ir jafn­framt að fé­lagið harmi þær ill­skeyttu og per­sónu­legu árás­ir sem m.a. ráðherra hafi þurft að sæta.

Álykt­un­in er eft­ir­far­andi:

„Lög­reglu­stjóra­fé­lag Íslands lýs­ir yfir ein­dregn­um og óskoruðum stuðningi við dóms­málaráðherra og starfs­menn dóms­málaráðuneyt­is. Björn Bjarna­son hef­ur eflt og styrkt lög­regl­una og rétt­ar­vörslu­kerfið í embætt­istíð sinni og átt gott og náið sam­starf við lög­reglu­stjóra lands­ins. Sama gild­ir um starfs­menn ráðuneyt­is­ins, sem hafa af ósér­hlífni lagt sig fram um að aðstoða stofn­an­irn­ar í smáu sem stóru. Á sama hátt hef­ur embætti rík­is­lög­reglu­stjóra verið boðið og búið þegar ein­stök lög­reglu­stjóra­embætti hafa þurft á aðstoð að halda í hvaða formi sem er.

Lög­reglu­stjóra­fé­lagið harm­ar því þær ill­skeyttu og per­sónu­legu árás­ir sem ráðherra og ein­stak­ir starfs­menn lög­reglu­kerf­is­ins hafa þurft að sæta og kall­ar þess í stað á mál­efna­leg­ar umræður um starf­semi lög­regl­unn­ar og skipu­lag henn­ar.

Fyr­ir hönd stjórn­ar Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands


Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son, rit­ari.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert