115 óku of hratt í Hvalfjarðargöngum

mbl.is/Júlíus

Frá föstudegi til þriðjudags óku 115 manns of hratt í Hvalfjarðargöngum og eru það heldur færri en við síðustu vöktun. Meðalhraðinn var líka lægri.

Alls voru vöktuð 11.234 ökutæki á fyrrnefndum tíma og ók því aðeins um 1% ökumanna yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 83 km á klukkustund en leyfilegur hámarkshraði er 70 km/klst. Sex óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 99 km hraða.

Þetta er lægra brotahlutfall en við síðustu vöktun á þessum stað en þá var hlutfallið 1,6%. Meðalhraði hinna brotlegu er sömuleiðis lægri miðað við síðustu mælingu í Hvalfjarðargöngunum. en hann var þá 84 km á klukkustund.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka