Ungur maður sem aldrei hefur öðlast ökuréttindi olli umferðaróhappi í nótt er hann ók í veg fyrir bíl, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurnesjum. Engin slys urðu á fólki en bílarnir skemmdust mikið.
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem þessi maður settist undir stýri þótt ekkert hafi hann ökuskírteinið. Lögreglan hefur áður haft afskipti af akstri hans.
Þá stöðvaði Suðurnesjalögreglan tvo ökumenn í gærkvöldi grunaða um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Einnig komu stympingar á heimili í bænum til kasta lögreglunnar, en enginn var handtekinn vegna þeirra.