Leigan hækkað um 31.500 krónur á mánuði

mbl.is

„Ég hef verið hér í ár og leigan hjá mér hefur hækkað um 31.500 íslenskar krónur á mánuði frá fyrstu húsaleigu, sem var í september 2007, til þessarar sem ég borga í dag,“ segir Sesselja Gunnarsdóttir, nemandi í meistaraprófsnámi í CBS í Kaupmannahöfn (Copenhagen Buisness school).

„Ég fæ góða hjálp frá foreldrum mínum til að stunda nám hérna úti, því námslánin ein framfleyta mér á engan hátt, og þetta ástand bitnar vel á þeim. Þau þurfa að reiða fram meiri pening nú en áður.

„Vöruverð er orðið mun hærra auk þess sem ég finn hvað ég þarf að passa vel upp á peninginn minn. Það er ekkert hægt að leyfa sér mikið. Sem dæmi má taka að bjór í miðbæ Kaupmannahafnar kostar um 950 krónur í dag.“

Námslán háð tekjum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert