Erlendir birgjar Bónusverslananna eru hættir að taka gildar bankatryggingar frá Íslandi. Staðgreiða þarf vörur áður en þær eru sendar af stað.
Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus segir að verslanirnar hafi ekki fengið að kaupa þann gjaldeyri sem til þurfti til að leysa út vörur í gær. Hann óttast vöruskort og hvatti fólk í dag til að hamstra vörur og velja íslenskt. Hann neitaði því að hann væri að vekja óþarfan ótta hjá fólki og sagði að ráðamenn neituðu að horfa á ástandið eins og það raunverulegra væri.
Í Landsbankanum í Mjódd var örtröð af fólki sem óttaðist um sparifé sitt, vildi upplýsingar eða færa fé milli sjóða vegna ástandsins. Bannað var að taka myndir inni í bankanum þegar MBL leitaði eftir því.
Rétt er að taka fram að stjórnvöld telja yfirlýsingar um yfirvofandi vöruskort fráleitan og hafa lýst því yfir að sparifé fólks inni á bankareikningum sé tryggt.