Viðskipti milli landa verða tryggð

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á blaðamannfundinum í dag.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á blaðamannfundinum í dag. mbl.is/Kristinn

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í Iðnó í dag, að hann hafi falið Seðlabankanum að gera ráðstafanir til að tryggja að viðskipti geti farið eðlilega fram milli landa.  Muni Seðlabankinn tryggja, að eftir helgi verði öll venjuleg bankaviðskipti milli landa komin í eðlilegt horf.

Geir sagði, að nokkuð hefði borið á því í dag, að hnökrar væru á erlendum viðskiptum íslenskra fyrirtækja og að fyrirtæki telji að verið sé að taka út á þeim óánægju sem hafi skapast vegna bankanna.

Sagðist Geir hafa falið Seðlabankanum að gera ráðstafanir til að tryggja að öll viðskipti geti farið fram með eðlilegum hætti og verið sé að ganga frá ábyrgðaryfirlýsingum, sem komi til viðbótar yfirlýsingum viðskiptabankanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka