Mjög óvinveitt aðgerð

Björgvin G. Sigurðsson og Geir H. Haarde á blaðamannafundi í …
Björgvin G. Sigurðsson og Geir H. Haarde á blaðamannafundi í Iðnó í dag. mbl.is/Golli

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði á blaðamanna­fundi, að ís­lensk stjórn­völd væru mjög óánægð og hneyksluð að bresk yf­ir­völd skyldu í gær beita Íslend­inga ákvæðum í sér­stök­um lög­um um varn­ir gegn hryðju­verk­a­starf­semi. Þetta væri í raun mjög óvin­veitt aðgerð. 

Fram kom í gær að bresk stjórn­völd hefðu beitt um­ræddu laga­ákvæði til að frysta eign­ir Lands­bank­ans í Bretlandi.  

Geir sagðist hafa rætt við Al­ista­ir Darling, fjár­málaráðherra Bret­lands, í dag og komið þess­um sjón­ar­miðum á fram­færi. Hefði Darling heitið því í sím­tal­inu, að gef­in yrðu fyr­ir­mæli um nauðsyn­leg­ar ráðstaf­an­ir til að tryggja að öll eðli­leg venju­leg viðskipti milli land­anna geti farið fram eins og ekk­ert hafi í skorist. Hef­ur Darling staðfest þetta bréf­lega. 

Þá féllst Darling á að senda hingað til lands sendi­nefnd til að ræða við ís­lensk stjórn­völd og bregða ljósi á máli. Geir sagði að Árni M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, muni hitta Darling á árs­fundi Alþjóðabank­ans í Washingt­on síðar í vik­unni.  

Geir sagðist hafa minnt Darling á að mjög mik­il­vægt væri að viðskipti ís­lenskra fyr­ir­tækja við Bret­land geti gengið eðli­lega fyr­ir sig. Íslend­ing­ar væru með starf­semi í Bretlandi þar sem 100 þúsund manns starfa, aðallega Bret­ar.

Bæði Geir og Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra, sögðu að það hefðu orðið gríðarleg von­brigði þegar Kaupþing varð að játa sig sigrað í gær­kvöldi og óska eft­ir inn­grip­um Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í rekst­ur bank­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert